Með Brúnar í fararbroddi lögðu meistarar Lakers Leikguðinn í Los Angeles

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples Höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Phoenix Suns, 110-123. Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var bakvörðurinn Devin Booker með 21 stig og 6 fráköst og Leikguðinn Chris Paul bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum. Fyrir meistara Lakers var það Anthony Davis sem dró vagninn með 42 stigum, 12 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Lakers og Suns:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Miami Heat 130 – 124 Boston Celtics

New York Knicks 106 – 100

New Orleans Pelicans 112 – 110 Charlotte Hornets

Dallas Mavericks 124 – 97 Cleveland Cavaliers

Minnesota Timberwolves 128 – 96 Orlando Magic

Chicago Bulls 108 – 96 Detroit Pistons

Phoenix Suns 110 – 123 Los Angeles Lakers

Oklahoma City Thunder 98 – 126 Sacramento Kings