Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld í næstsíðasta leik deildarkeppni ACB deildarinnar fyrir Gran Canaria, 92-86. Eftir leikinn eru Valencia í 4. sæti deildarinnar með 23 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.

Á rétt tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Martin 4 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Síðasti leikur deildarkeppni liðsins þetta tímabilið er komandi laugardag 22. maí gegn Urbas Fuenlabrada.

Tölfræði leiks