Martin Hermannsson og Valencia lögðu í dag lið Estudiantes í ACB deildinni á Spáni, 100-89. Eftir leikinn er Valencia í 5. sæti deildarinnar með 22 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.

Á 17 mínútum spiluðum hafði Martin frekar hægt um sig í stigaskorun, setti 3 stig og bætti við 3 fráköstum og 5 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Valencia í leiknum. Næsti leikur liðsins er komandi sunnudag 9. maí gegn stórliði Real Madrid.

Tölfræði leiks