Martin Hermannsson og Valencia lögðu í dag spánarmeistara Baskonia í fyrsta leik átta liða úrslita einvígis liðanna í ACB deildinni á Spáni, 87-86, en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Á 12 mínútum spiluðum í leiknum hafði Martin hægt um sig í stigaskorun, tók aðeins eitt skot í leiknu, en skilaði tveimur fráköstum og þremur stoðsendingum.

Næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 2. júní.

Tölfræði leiks

Lokasekúndur leiksins voru líkt og tölurnar gefa til kynna æsispennandi, en hér fyrir neðan er hægt að sjá síðustu mínútu fjórða leikhlutans.