Martin Hermannsson og Valencia lögðu í dag Urbas Fuenlabrada í ACB deildinni á Spáni, 96-76. Leikurinn sá síðasti í deildarkeppninni, en með sigrinum eru Valencia öruggir með að byrja á heimavelli í úrslitakeppninni, en þeir enduðu tímabilið með 24 sigra og 12 töp.

Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 15 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var bæði næst stiga- og framlagshæstur liðsmanna Valencia í dag á eftir Bojan Dubljevic.

Tölfræði leiks