Martin atkvæðamikill í sigri gegn Real Madrid

Martin Hermannsson og Valencia lögðu í dag stórlið Real Madrid í ACB deildinni á Spáni, 69-79. Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti deildarinnar með 23 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 11 stigum og 2 fráköstum. Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 19. maí gegn Gran Canaria.

Tölfræði leiks