Lykill: Antonio Hester

Lykilleikmaður 22. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur Antonio Hester.

Í mikilvægum sigri liðsins gegn Þór í Njarðtaksgryfjunni var Antonio besti leikmaður vallarins. Á tæpum 38 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 20 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti. Þá fiskaði hann 14 villur á andstæðinginn, en í heildina fékk hann 37 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

 1. umferð – Larry Thomas
 2. umferð – Dominykas Milka
 3. umferð – Logi Gunnarsson
 4. umferð – Dominykas Milka
 5. umferð – Antonio Hester
 6. umferð – Dedrick Deon Basile
 7. umferð – Michael Mallory II
 8. umferð – Everage Lee Richardson
 9. umferð – Larry Thomas
 10. umferð – Pavel Ermolinskij
 11. umferð – Matthías Orri Sigurðarson
 12. umferð – Styrmir Snær Þrastarson
 13. umferð – Deane Williams
 14. umferð – Ivan Aurrecoechea Alcolado
 15. umferð – Hörður Axel Vilhjálmsson
 16. umferð – Dedrick Deon Basile
 17. umferð – Pétur Rúnar Birgisson
 18. umferð – Deane Williams
 19. umferð – Styrmir Snær Þrastarson
 20. umferð – Zvonko Buljan
 21. umferð – Michael Mallory II
 22. umferð – Antonio Hester