Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld.

Samkvæmt reglu hefjast allir leikir lokaumferðarinnar á sama tíma kl. 19:15.

KR tekur á móti ÍR í DHL Höllinni, Höttur og Keflavík eigast við á Egilsstöðum, Stjarnan heimsækir Tindastól í Síkið, í Njarðtaksgryfjunni mætast heimamenn í Njarðvík og Þór, Valur mætir Grindavík í Origo Höllinni og í Höllinni á Akureyri mæta heimamenn í Þór liði Hauka.

Nokkur spenna er fyrir leiki kvöldsins. Haukar eru fallnir, en enn geta Njarðvík og Höttur ennþá fallið með þeim. Þá geta Njarðvík og ÍR jafnað Tindastól og Þór Akureyri að stigum í síðustu sætum úrslitakeppninnar. Einnig er nokkur spenna með hvaða lið nær síðasta sæti heimavallar í úrslitakeppninni, Grindavík, Valur og KR öll jöfn að stigum með 22.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

KR ÍR- kl. 19:15

Höttur Keflavík- kl. 19:15

Tindastóll Stjarnan- kl. 19:15

Njarðvík Þór- kl. 19:15

Valur Grindavík- kl. 19:15

Þór Akureyri Haukar – kl. 19:15