Lokaleikir deildarkeppni fyrstu deildar kvenna á dagskrá í dag

Lokaleikir deildarkeppni fyrstu deildar kvenna fara fram í dag.

Hamar/Þór mæta deildarmeisturum Njarðvíkur í Þorlákshöfn, Vestri og Ármann eigast við á Ísafirði og í Dalhúsum tekur B lið Fjölnis á móti Tindastól.

Átta lið munu fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur í dag. Ekki er ljóst hvaða lið mæta hverjum en hér er hægt að kynna sér þær ýmsu stöður sem upp geta komið með tilliti til úrslita leikjanna sem fara fram í dag.

Hver nær í heimavallarrétt í fyrstu deild kvenna?

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Hamar/Þór Njarðvík – kl. 18:00

Vestri Ármann – 18:00

Fjölnir Tindastóll – kl. 20:00