ÍR og Njarðvík mættust í kvöld í mjög mikilvægum leik fyrir bæði lið. Njarðvíkingar þurftu að sigra til að komast upp úr fallsæti á meðan að ÍR-ingar áttu enn séns á að læðast inn í úrslitakeppnina ef þeir ynnu leikinn. Það var því til mikils að vinna í kvöld fyrir bæði lið og von á hörkuleik. Leikurinn var upp og niður allan tímann og einkenndist af góðum sóknum en oft slökum vörnum. Svo fór að lokum að Njarðvík hafði betur, 99-106.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Loga Gunnarsson, leikmann Njarðvíkur, eftir leik í TM Hellinum. Logi var frábær fyrir Njarðvík í leiknum, skilaði 20 stigum á rúmum 20 mínútum spiluðum.

Viðtal / Karen Sig