Í kvöld halda átta liða úrslit Dominos deildar karla áfram með einum leik. Þar tekur Grindavík á móti Stjörnunni í HS Orku höllinni.

Stjarnan tók forystu í einvíginu með öruggum sigri í síðasta leik, 69-85. Síðasti leikur í Grindavík endaði með sigri heimamanna en þá var Stjarnan án Hlyns Bæringssonar. Það verður því áhugavert að sjá hvort Grindavík nái að knýja fram oddaleik í seríunni með sigri í kvöld.

DOMINOS DEILD KARLA:

Grindavík – Stjarnan – kl. 20:15

Staðan í einvíginu: 1-2