Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í undanúrslitum Dominos deildar kvenna.

Deildarmeistarar Vals taka á móti Fjölni í Origo höllinni og Haukar taka á móti liði Keflavíkur í Ólafssal.

Bæði Valur og Haukar leiða sín einvígi 2-0, geta því mundað sópinn í kvöld og sent Fjölni og Keflavík í sumarfrí. Ef svo færi mætast liðin í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Engin skyldi þó vanmeta Fjölni og Keflavík og gæti allt gerst.

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:

Valur – Fjölnir – kl. 18:00

Valur leiðir einvígið 2-0

Haukar – Keflavík – kl. 20:15

Haukar leiða einvígið 2-0