Undanúrslit fyrstu deildar kvenna rúlla áfram í dag með tveimur leikjum.

Ármann tekur á móti deildarmeisturum Njarðvíkur í Kennaraháskólanum og í HS Orku Höllinni í Grindavík eigast við Grindavík og ÍR.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um sæti í Dominos deildinni.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Ármann Njarðvík – kl. 18:00

Njarðvík leiðir einvígið 1-0

Grindavík ÍR – kl. 18:30

Grindavík leiðir einvígið 1-0