Komið er á hreint á hvaða dögum maímánaðar leikir viðureigna undanúrslita Dominos deildar kvenna munu fara fram.

Báðar viðureignir munu fara af stað komandi föstudag. Fyrst viðureign Hauka og Keflavíkur, en Valur og nýliðar Fjölnis mætast svo í fyrsta leik seinna um kvöldið.

Valur og Haukar byrja á heimavelli, en skipst verður svo á velli í hverjum leik í hvorri viðureign fyrir sig.

Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Haukar gegn Keflavík:

14. maí – 18:15

17. maí – kl. 20:30

21. maí – 20:15

24. maí – 18:00 (ef þarf)

27. maí – 20:30 (ef þarf)

Valur gegn Fjölni:

14. maí – 20:15

17. maí – 18:30

21. maí – 18:00

24. maí – 20:00 (ef þarf)

27. maí – 17:30 (ef þarf)