Körfuboltabúðir á Laugarvatni 12.-15.júlí.

Íþróttaakademía Íslands stendur fyrir Körfuboltabúðum á Laugarvatni dagana 12.-15.júlí fyrir krakka fædd 2006-2010.

Á þessu fjögurra daga námskeiði er gist í þrjár nætur í uppábúnum rúmum með fullu fæði.

Æft er tvisvar sinnum á dag auk fyrirlestra en einnig er mikið lagt upp úr skemmtanagildinu og má þar nefna kayak-ferðir, sundlaugapartý, bubblubolta, ratleik og fleira.

Umsjónarmenn eru Rakel Margrét Viggósdóttir og Skarphéðinn Freyr Ingason en þau búa yfir áralangri reynslu úr körfuboltanum.

Við leggjum mikla áherslu á gæði og jákvæða upplifun á námskeiðinu okkar og munu reynslumiklir þjálfarar og leikmenn mæta og þjálfa á námskeiðinu ásamt því að halda fyrirlestra.

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson sem leikur með Valencia á Spáni og Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði mfl kk hjá Stjörnunni og fyrrverandi atvinnumaður munu miðla reynslu sinni áfram. Heiðrún Kristmundsdóttir sem meðal annars lék með KR, Coker University í Bandaríkjunum og yngri landsliðum, og Pálína Gunnlaugsdóttir fyrrverandi landsliðskona og einn sigursælasti leikmaður í íslenskum kvennakörfubolta, munu stýra æfingum. Hinn reynslumikli Kjartan Atli Kjartansson sem lék um árabil með Stjörnunni og núverandi yngriflokkaþjálfari mun einnig mæta á svæðið.

Meistaraflokksþjálfararnir Lárus Jónsson, sem þjálfar mfl kk hjá Þór Þorlákshöfn og Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari mfl kvk hjá Val sem á dögunum urðu deildarmeistarar taka einnig að sér að þjálfa á námskeiðinu.

Takmörkuð sæti eru í boði og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu Íþróttaakademíu Íslands www.iai.is, á facebooksíðu Íþróttaakademíunnar eða í gegnum iai@iai.is.

Verð 39.900 kr.

Skráning á námskeiðið fer fram hér