Keflavík lagði Tindastól í dag í þriðja leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Dominos deild karla, 87-84. Með sigrinum tryggja Keflvíkingar sig áfram í undanúrslitin á meðan að Tindastóll eru komnir í sumarfrí.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Skagafirði sem byrjuðu leik dagsins betur, voru skrefinu á undan á upphafsmínútunum, en eftir því sem leið á fyrsta fjórðunginn náðu heimamenn að snúa forystunni sér í vil. Keflavík fimm stigum yfir eftir fyrsta, 23-18. Í upphafi annars leikhlutans ná Stólarnir svo aftur góðu áhlaupi og ná, ólíkt því sem var í fyrsta leikhluta, að halda í þá forystu út hálfleikinn. Sjös tiga munur þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 36-43.

Fyrri hálfleikur Stólanna í leik kvöldsins líklega sá besti þeirra til þessa í eivíginu. Inni í og rétt við teiginn náði Flenard Whitfield að valda miklum usla, setti 18 stig í hálfleiknum og þá var Jaka Brodnik með 13 stig, 3 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var Stólaliðið að rústa frákastabaráttunni 13-24.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera gestirnir vel í að verjast áhlaupi heimamanna. Hanga á forystunni inn í fjórða leikhlutann, 62-65. Tindastóll hélt í sitt þangað til á lokamínútunum. Með miklum herkjum náðu Keflvíkingar þá að setja nokkur stig á töfluna, stoppa varnarlega og komast yfir. Niðurstaðan að lokum 4 stiga sigur heimamanna, 87-83.

Tölfræðin lýgur ekki

Keflvíkingar voru mun duglegri að komast á gjafalínuna í leiknum. Settu niður 20 víti í leiknum á móti aðeins 7 hjá Tindastól.

Atkvæðamestir

Dominykas Milka var bestur í liði heimamanna í dag, skilaði 20 stigum og 8 fráköstum. Fyrir gestina úr Skagafirði var það Flenard Whitfield sem dró vagninn með 20 stigum og 15 fráköstum.

Hvað svo?

Tindastóll eru komnir í sumarfrí á meðan að Keflvíkingar bíða eftir úrslitum annarra viðureigna, þar sem þeir munu mæta því liði sem neðst endaði í deildinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (SBS)