Veislan er hafin, úrslitakeppnin í Dominos deild karla hófst í kvöld með tveimur leikjum. Þar hófust átta liða úrslit og má segja að úrslitin hafi verið eftir bókinni góðu.

Í Garðabænum tók Stjarnan á móti Grindavík en segja má að nokkur saga sé á milli þessara liða eftir úrslitakeppni og bikarúrslit síðustu ára. Stjarnan leiddi allan leikinn og þrátt fyrir að Grindavík hafi gert sig líklega til að komast yfir stóðust heimamenn öll áhlaup og unnu góðan sigur.

Keflavík komst einnig yfir í sínu eigvígi með torsóttum sigri á Tindastól. Varnarleikur var í hávegum hafður af báðum liðum en Keflavík náði að sigla framúr þegar leið á fjórða leikhlutann og unnu góðan sigur.

Næstu leikir liðanna fara fram næsta þriðjudagskvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla.

Keflavík 79-71 Tindastóll

Stjarnan 90-72 Grindavik