Keflavík lagði nýliða Fjölnis í kvöld í 19. umferð Dominos deildar kvenna, 87-85. Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Fjölnir er í því 4. með 24 stig.

Gangur leiks

Það voru heimakonur í Keflavík sem byrjuði leik dagsins betur. Voru skrefinu á undan á upphafsmínútunum og leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Undir lok fyrri hálfleiksins gera gestirnir úr Grafarvogi vel í að missa þær ekki lengra frá sér, staðan 42-38 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Keflvíkingar þó 6 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-56. Um miðbygg fjórða leikhlutans missir Keflavík sinn besta leikmann útaf með fimm villur, Daniela Wallen Morillo, en hún hafði drifið liðið áfram fram að því. Góð ráð dýr, Keflavík þó 5 stigum yfir og gera vel í að halda það út í fjarveru hennar og sigra að lokum með 2 stigum, 87-85.

Kjarninn

Keflavík tapaði nokkuð óvænt í síðustu umferð fyrir 6. sætis liði Breiðabliks. Því mikilvægt fyrir þær að koma sér aftur á sigurbraut og verja heimavöllinn í dag gegn mun sterkara liði Fjölnis. Stutt í úrslitakeppnina og stigin tvö mikilvæg ætli þær sér að eiga þess kost að fá að byrja einvígi sitt (líklega gegn Haukum) á heimavelli í úrslitakeppninni. Fyrir Fjölnir var þessi leikur einnig nokkuð mikilvægur. Hefðu geta jafnað Keflavík og Hauka að stigum með sigri, en þær unnu Hauka í síðustu umferð.

Atkvæðamestar

Fyrir heimakonur í Keflavík var Daniela Morillo atkvæðamest með 28 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá nýliðum Fjölnis var það Ariel Hearn sem dró vagninn með 27 stigum, 12 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið leika næst komandi miðvikudag 5. maí. Keflavík gegn Haukum í Ólafssal á meðan að Fjölnir fær KR í heimsókn.

Tölfræði leiks