Bakvörðurinn efnilegi Júlíus Orri Ágústsson mun aftur vera kominn í hóp Þórs Akureyri sem mætir Njarðvík nú í kvöld í 19. umferð Dominos deildar karla, en hann hefur verið frá síðustu 18 umferðir vegna meiðsla.

Ekki er ljóst á þessum tímapunkti af hvaða marki Júlíus getur tekið þátt í leiknum eftir svo langa fjarveru, en hann var einn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 11 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í eina leiknum sem hann spilaði á þessu tímabili, í október í fyrra, skilaði hann 28 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum í tapi fyrir sterku liði Keflavíkur.