Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu Hamborg Towers í kvöld í úrvalsdeildinni í Þýskalandi 96-89. Eftir leikinn eru Skyliners í 12. sæti deildarinnar með 13 sigra og 21 tap það sem af er tímabili.

Jón Axel Guðmundsson var að vanda atkvæðamikill í liði Fraport og var þar á meðal stigahæstur með 24 stig. Við það bætti hann 4 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 25 mínútum. Þá var skotnýting hans afar góð eða nærri 60% í öllum leiknum.

Jón átti einnig frábær tilþrif undir lok þriðja leikhluta þegar hann lauk leikhlutanum með flautukörfu, nánast frá miðju. Myndband af tilþrifunum má finna hér að neðan.

Tölfræði leiksins