Risaleikur í DHL Höllinni í kvöld

Það eru allir að skíta á sig yfir Valur-KR-einvíginu í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik. Sú saga hefur gengið fjöllum hærra að einhver möguleg tengsl megi finna á milli þessara liða…svona fyrirfram. Undirritaður veit ekkert meira um það en einvígi þessara liða er, algerlega burtséð frá sögusögnum, afskaplega spennandi! 0-1 er jú staðan og allir ætla að horfa á leik 2.

Spádómskúlan: KR-Valur, leikur tvö, hvað segiru um það?

,,Líttu upp til himna!“ segir Kúlan. ,,Þetta er skrifað í skýin, Valur jafnar einvígið örugglega, 80-94“.

Líkleg byrjunarlið:

KR: Matti, Brilli, Sabin, Zarko, Kobbi

Valur: Jón, Pavel, Hjálmar, Jordan, Cardoso

Umfjöllun og viðtöl um leikinn stóra verða á Körfunni laust eftir að leik lýkur í kvöld.

Hérna eru leikir dagsins í úrslitakeppni Dominos deildar karla

Hérna eru leikir dagsins í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna