Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia luku tímabili sínu í EBA deildinni á Spáni með sigri á Usal La Antigua, 91-89. Valencia hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í deildinni, en þeir munu leika í deildinni fyrir ofan, Leb Plata, á næsta tímabili.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári 25 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Tölfræði leiks