Haukar mættu Þór í Höllinni á Akureyri í loka umferð Dominos deildar karla. Haukar féllu í 1.deild í síðustu umferð eftir tap naumt tap gegn Hetti. Þór gat tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Svo fór að heimamenn fóru með sigur að hólmi 96-87 og eftir úrslit kvöldsins í öðrum leikjum endaði liðið í 7.sæti og mætir nöfnum sínum frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Gangur leiksins

Eftir rólegar fyrstu mínútur setti lið Þórs í annan gír. Það gekk allt upp hja þeim, settu niður fjóra þrista og komust full auðveldlega oft á tíðum upp að körfunni. Staðan 31-15 að loknum fyrsta leikhluta.

Gestirnir voru ansi kærulausir í sóknarleiknum í upphafi 2. leikhluta, köstuðu boltanum í hendur leikmanna Þórs hægri vinstri. Heimamenn gengu á lagið og bættu í forskotið en svo tóku gestirnir laglega við sér og voru búnir minnka forskotið vel niður fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan 52-43 heimamönnum í vil í hálfleik.

Haukar mættu mun ákveðnari inní seinni hálfleik.  Minnkuðu muninn mest niður í fjögur stig í þriðja leikhluta. Þór komst af stað aftur og Haukar misstu hausinn, voru komnir í mikil villu vandræði. Lið Þórs endaði leikhlutan af krafti en þeir kláruðu leikhlutann 14-2 og fóru í fjórða leikhluta með 17 stiga forystu 81-64.

Heimamenn mættu skotglaðir inní fjórða leikhluta og klúðruðu hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru og gestirnir nýttu sér það. Munurinn var orðinn þrjú stig um miðjan fjórða leikhluta. Haukar voru inn í leiknum alveg þangað til Srdan Stojanovic setti niður risa stórann þrist fyrir Þór þegar um mínúta var eftir leikinn. Áður en leik lauk voru þrír leikmenn Hauka farnir af velli með fimm villur. Lokatölur 96-87 heimamönnum í vil.

Sigur Þórs þýðir að liðið endar í 7. sæti Dominos deildarinnar en einu sinni áður hefur liðið lent í því sæti. Það var árið 2000, þá var liðið undir stjórn Ágústar Guðmundssonar sem féll frá í byrjun árs. Því má segja að árangurinn sé vel við hæfi hjá Akureyringum.


Atkvæðamestir:
Hjá Þór var Srdan Stojanovic með 27 stig og Ivan Aurrecoechea með 20 stig og 8 fráköst. Hjá Haukum var Pablo Bertone með 33 stig

Viðtöl:

Umfjöllun: Jóhann Þór Hólmgrímsson