Haukar urðu um helgina Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja. Nokkuð jafnt var á með liðum eftir úrslitatörneringuna, en Haukar voru jafnir Stjörnunni og Breiðablik í sigrum, 3-1, en vegna innbyrðisstöðu voru þeir krýndir meistarar. Í réttri röð á eftir Haukum komu Stjarnan, Breiðablik, Ármann og Skallagrímur. Hér fyrir ofan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistarana með þjálfara sínum Emil Barja.

Mynd / KKÍ