Þórsarar lögðu nafna sína frá Akureyri í kvöld í þriðja leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Dominos deild karla, 109-104. Heimamenn því aftur komnir með yfirhöndina í einvíginu, 2-1, en næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag á Akureyri.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Guy Landry, leikmann Þórs Akureyri, eftir leik í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikmaður Þórs Þorlákshafnar, Adomas Drungilas, hefur ekki tekið þátt í einvíginu til þessa, en hann hefur verið í banni fyrir að sveifla olboga í átt að Guy í leik fyrir úrslitakeppnina. Drungilas mun þó koma úr þessu þriggja leikja banni og vera með sínum mönnum komandi miðvikudag á Akureyri.