Undanúrslitum 1. deildar kvenna gæti lokið í kvöld þegar tveir leikir fara fram.

Í Breiðholtinu tekur ÍR á móti Grindavík en þar leiðir Grindavík 2-0 og geta sent ÍR í sumarfrí með sigri. Grindavík hefur unnið fyrstu tvo leikina nokkuð sannfærandi en búast má við að Breiðhyltingar selji sig dýrt í kvöld.

Njarðvíkingar fá Ármann í heimsókn í Ljónagryfjunna. Njarðvík leiðir einnig 2-0 og hafa unnið síðustu leiki með fínum mun. Ármenningar eru því upp við vegg og þurfa á sigri að halda ætli liðið sér ekki í sumarfrí.


FYRSTA DEILD KVENNA:

ÍR – Grindavík – kl. 19:15

Staðan í einvíginu: 0-2

Njarðvík – Ármann – kl. 19:15

Staðan í einvíginu: 0-2