Samkvæmt heimildum Körfunnar munu viðræður Njarðvíkur og Benedikts Guðmundssonar vera langt komnar og ekki er ólíklegt að hann verði næsti þjálfari liðsins í Dominos deild karla. Benedikt hefur verið í árspásu frá meistaraflokksþjálfun eftir að hann steig til hliðar hjá KR í Dominos deild kvenna fyrir ári síðan, en hann hefur þó verið A landsliðsþjálfari kvenna. Hefur hann áður stýrt Þór Ak, Þór Þ, KR og Fjölni í efstu deild karla og hefur þar oftar en ekki þurft að byggja upp sitt lið.

Ef Benedikt tekur við Njarðvík, væri hann að taka við liðinu af Einari Árna Jóhannssyni, sem þjálfaði liðið síðustu þrjú tímabilin, en hefur nú samið við Hött.

Benedikt var einn af tíu möguleikum sem að Karfan setti fram í vikunni um hver gæti mögulega tekið við þessu sigursæla liði.

Hver tekur við Njarðvík? – Tíu mögulegir arftakar Einars Árna