Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í kvöld fyrir Juventus í úrvalsdeildinni í Litháen, 94-112. Eftir leikinn er Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 12 sigra og 22 töp það sem af er tímabili.

Elvar Már var á ný kominn í hóp Siauliai í dag eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í eina umferð. Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 29 stigum og 7 stoðsendingum. Næsti leikur Siauliai í deildinni er þann 7. maí gegn Neptunas.

Tölfræði leiks