Elvar Már og Siauliai unnu síðasta leik deildarkeppninnar – Mæta Rytas í átta liða úrslitum

Elvar Már Friðriksson og Siauliai lögðu í gærkvöldi Nevezis í lokaleik úrvalsdeildarinnar í Litháen, 87-88. Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 13 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Siauliai enduðu því í 7. sæti deildarinnar með 13 sigra og 23 töp, en þeir munu mæta Rytas í átta liða úrslitum úrslitakeppni deildarinnar. Rytas enduðu í 2. sæti deildarinnar með 27 sigra og 9 töp á tímabilinu. Fyrsti leikur viðureignarinnar er komandi fimmtudag 13. maí.