Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í dag í tvíframlengdum leik gegn Neptunas í úrvalsdeildinni í Litháen. Eftir leikinn er Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 12 sigra og 23 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 47 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 15 stigum, 3 fráköstum, 17 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Næsti leikur Siauliai er lokaleikur deildarkeppninnar gegn Nevezis komandi mánudag 10. maí.

Tölfræði leiks