Elvar Már fékk heiðurskiptingu og verðlaun sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar – Siauliai úr leik

Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í dag fyrir Rytas í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum LKL deildarinnar í Litháen, 70-101. Með tapinu endaði tímabil Siauliai, en fyrri leik liðanna töpuðu þeir einnig nokkuð örugglega.

Elvar Már var einn sjö leikmanna sem var ekki með í fyrri leiknum, en Covid-19 smit kom upp í herbúðum Siauliai og voru þeir því án margra lykilmanna í fyrri leiknum. Sex leikmenn vantaði í liðið í dag og var Elvar Már einn þeirra, en hann fékk þó heiðurskiptingu inn á undir lokin til þess meðal annars að heiðra hann fyrir frábært tímabil, þar sem hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Tölfræði leiks