Eignast þú Zaragoza-keppnistreyju landsliðsmiðherjans, Tryggva Hlinasonar?

Í tilefni þess að Þórsarar eru komnir í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í fyrsta sinn síðan 2017 ætlar mótsnefnd Pollamóts Þórs í körfuknattleik að bjóða áritaða Zaragoza-keppnistreyju Þórsarans og landsliðsmiðherjans, Tryggva Hlinasonar, til sölu á Facebook-síðu mótsins. Um er að ræða hina einu sönnu TREYJU sem Tryggvi spilaði í alla leikina með Zaragoza-liðinu í lang næstbestu körfuknattleiksdeild í heimi tímabilið 2019/2020. Það er búið að troða yfir ansi marga og blokka enn fleiri í döðlur í þessari keppnistreyju!

Áhugasamir bjóða einfaldlega í treyjuna með því að setja inn upphæð í ummælum við færslu með myndum af Tryggva í keppnistreyjunni góðu efst á Facebook síðu Pollamóts Þórs í körfuknattleik. Viðkomandi geta einnig sent mótsnefndinni einkaskilaboð í gegnum Pollamóts-síðuna og við uppfærum upplýsingarnar á síðunni um hæl. Opnað verður fyrir tilboð þegar fyrsti leikur Þórs og nafna þeirra úr Þorlákshafnar hefst kl. 18:15 sunnudaginn 16. maí. Hægt verður að bjóða í treyjuna til kl. 22:00 laugardaginn 29. maí.

Hér er uppboðið sem Facebook viðburður.

Hver verður svo heppinn að eignast keppnistreyjuna góðu?