Það má segja að oddaleikur Stjörnunnar og Grindvíkinga í Garðabæ hafi verið algert “antíklímax” því heimamenn mættu 100 prósent tilbúnir til leiks en Grindvíkingar bara alls ekki. Lítið að segja um leikinn annað en að Stjarnan rústaði Grindvíkingum í þessum oddaleik, 104-72. Stjarnan er komin í undanúrslit og mæta þar Þór frá Þorlákshöfn, en Grindavík er úr leik.

Meira má lesa um leikinn hér.

Karfan ræddi Dani Rodriguez aðstoðarþjálfara Stjörnunnar eftir leik: “Þetta var frábær sigur – liðið var meira en tilbúið í þennan slag eins og sást vel, þetta var bara frábært. það var góð ára yfir liðinu fyrir leik og jafnvel bara enn betri á meðan á leik stóð.

Við lékum sem heild, leikmenn voru að vinna fyrir hvorn annan, börðust eins og hetjur, spiluðu flotta sókn og sterka vörn. Við vitum það mætavel að til að ná árangri í úrslitakeppninni þarf einbeitningin að vera 100% og viljinn alveg svakalegur. Við höfum mikla trú á liðinu og við ætlum okkur enn lengra; það var erfitt að eiga við Grindvíkinga, þeir eru með mjög gott lið og ég vil þakka þeim fyrir þessa seríu. Næst er það Þór Þorlákshöfn og við vitum vel að það verkefni verður líka erfitt, en ég hef fulla trú á liðinu, sérstaklega þegar það spilar svona vel eins og í kvöld.”