Borche Ilievski áfram með ÍR í Dominos deild karla

Borche Ilievski hefur samkvæmt heimildum Körfunnar staðfest sig sem þjálfari ÍR í Dominos deild karla á næsta tímabili. Borche hefur þjálfað liðið frá árinu 2015 og er því sá þjálfari deildarinnar sem hefur verið hvað lengst þjálfari meistaraflokks félagsins, en áður en Borche tók við Dominos deildar liði þeirra hafði hann verið yfirþjálfari yngri flokka hjá þeim.

ÍR hafnaði í 10. sæti deildarkeppni Dominos deildarinnar þetta tímabilið og komst ekki í úrslitakeppnina. Undir stjórn Borche hefur liðið best farið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem þeir töpuðu fyrir KR tímabilið 2018-19.