Véfréttin fékk til sín þá Tómas Steindórsson og Steinar Aronsson til þess að fara yfir síðustu úrslit í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Þá er einnig farið yfir fyrstu deildina og í lokin litið vestur um haf til NBA deildarinnar.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.