BLE – Verðlaun fyrir tímabilið og ítarleg greining á viðureignum úrslitakeppninnar

Véfréttin fékk til sín tvo góða til þess að fara almennilega yfir úrslitakeppnina. Þá Steinar Aronsson og Tómas Steindórsson. 

Fórum fyrst yfir verðlaun tímabilsins. MVP, Varnarmaður ársins, 6. maður ársins, vonbrigði ársins, byssa ársins, varnarlið ársins og lið ársins.

Fóru svo í einvígin. Nýttum til þess fjórþáttagreiningu að hætti Tuliniusar og fleiri tölfræðileg meistaraverk.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.