Stjarnan lagði Grindavík í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita einvís liðanna, 90-72. Stjarnan er því komin með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en næsti leikur liðanna er komandi þriðjudag 18. maí í HS Orku Höllinni í Grindavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmann Grindavíkur, eftir leik í MGH.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson eftir leik: “Við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Í kvöld töpuðum við sem lið og við vorum í raun alltaf að elta þá, og það er erfitt, sérstaklega þegar líða tekur á. Við vorum einhvernveginn ekki alveg tilbúnir í verkefnið, og þrátt fyrir góða spretti hér og þar þá gerðum við okkur þetta svo erfitt strax frá byrjun má segja. Þeir spiluðu einfaldlega betur sem liðsheild og áttu sigurinn skilinn. Núna verðum við að mæta til leiks strax frá upphafi í næsta leik, og við munum gefa allt sem við eigum í þann leik; þurfum að fylgja plani og spila sem lið, og þannig erum við sterkir.”