Farið er yfir átta liða úrslit Dominos deildar karla og þá oddaleiki sem á dagskrá eru á morgun föstudag, en þar mun Stjarnan taka á móti Grindavík og Valur og KR mætast um síðustu sætin í undanúrslitunum. Þá voru bæði Tindastóll og Þór Akureyri send í sumarfrí á dögunum og farið er yfir hvernig framhaldið geti verið fyrir norðan. Þá er undir lokin spáð fyrir um úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna, en Valur mun taka á móti Haukum í fyrsta leik einvígis kl. 20:30 í Origo höllinni í kvöld.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.

Umsjón: Davíð Eldur

Gestir: Máté Dalmay & Ísak Wium