Aukasendingin – Máté og Ísak ræða brjálaðan ríg í Reykjavík, hvernig fólk tjái sig á netinu og hvað Benni geti gert fyrir Njarðvík

Aukasendingin fékk þjálfarana Máté Dalmay og Ísak Wium til þess að fara yfir stöðuna í átta lið úrslitum Dominos deildar karla, undanúrslitin í Dominos deild kvenna, fyrstu deildirnar, þjálfarakapalinn og margt fleira.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.

Umsjón: Davíð Eldur

Gestir: Máté Dalmay & Ísak Wium