Aukasendingin – Máté og Ísak: Einkunnir fyrir deildarkeppnina og umræða um 8 liða úrslitin

Aukasendingin kom saman og leit yfir tímabilið sem var að enda. Gáfu öllum liðum Dominos deildar karla einkunn. Hvaða lið fóru umfram væntingar, hvaða lið voru að spila undir getu. Þá er einnig farið yfir hvað fall fyrir Hauka og Hött þýði sem og er reynt að ráða í þá staðreynd að bæði ÍR og Njarðvík eru komin í sumarfrí.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.