Aukasendingin – Bryndís og Magga fara yfir undanúrslit Dominos deildar kvenna og 8 liða úrslit fyrstu deildarinnar

Aukasendingin kom saman og fór yfir viðureignir átta liða úrslita fyrstu deildar kvenna sem hefjast á morgun. Þar mætir Njarðvík Vestra, Ármann Hamar/Þór, Grindavík Stjörnunni og ÍR Tindastól. Þá er einnig farið yfir undanúrslit Dominos deildar kvenna, þar sem að Fjölnir mætir Val og Haukar og Keflavík eigast við, en báðar viðureignir fara af stað á föstudag.

Magga Ósk er að sjálfsögðu leikmaður nýliða Fjölnis í Dominos deild kvenna, en þá var hún einnig þjálfari Fjölnis B í fyrstu deildinni í vetur. B liðið endaði í 4. sæti fyrstu deildarinnar þennan veturinn, en vegna þess að þær eru B lið, þá keppa þær ekki um að komast upp um deild í úrslitakeppninni.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.

Umsjón: Davíð Eldur

Gestir: Bryndís Gunnlaugs & Magga Ósk