Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Leyma Coruna lögðu Oviedo í gærkvöldi í fyrsta leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Leb Oro deildinni á Spáni, 74-66.

Arnar hafði frekar hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en á rúmum 4 mínútum spiluðum skilaði hann 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur liðanna er í Oviedo komandi þriðjudag 25. maí.

Tölfræði leiks