Arnar og Leyma Coruna tryggðu sig áfram í undanúrslit Leb Oro deildarinnar

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Leyma Coruna tryggðu sér í dag farseðilinn í undanúrslit Leb Oro deildarinnar á Spáni með sínum öðrum sigri gegn Oviedo, 69-70.

Arnar kom ekki við sögu í leik dagsins, en í undanúrslitunum mun liðið mæta sigurvegara viðureignar Murcia og Granada.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins nokkuð spennandi, en sigurkörfuna settu Coruna ekki fyrr en tæpar 3 sekúndur voru eftir af leiknum.

Tölfræði leiks