Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Leyma Coruna lögðu í dag lið HLA Alicante í Leb Oro deildinni á Spáni, 71-64. Eftir leikinn eru Coruna í efsta sæti Oro-Clasif (efri hluti deildarinnar) með 11 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Arnar hafði frekar hægt um sig í leiknum, spilaði tæpar sjö mínútur og tók aðeins tvö skot. Var stigalaus, en tók eitt frákast. Næsti leikur Coruna er komandi sunnudaginn 9. maí gegn CB Almansa

Tölfræði leiks