Arnar í Garðabænum næstu þrjú tímabilin

Arnar Guðjónsson hefur framlengt samningi sínum sem þjálfari Stjörnunnar í Dominos deild karla næstu þrjú tímabilin. Arnar kom fyrst til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2018-19 og hefur síðan þá unnið deildar og bikarmeistaratitla. Samkvæmt tilkynningu félagsins eru stærri póstar liðsins allir samningsbundnir fyrir næsta tímabil, en næst verði samið við yngri og efnilegri leikmenn liðsins.

Tilkynning:

Arnar áfram í Garðabænum.


Í dag var skrifað undir nýjann samning við Arnar Guðjónsson um að stýra meistaraflokki karla í körfuknattleik hjá Stjörnunni næstu 3 árin.
Arnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið 2018-2019. Liðið hefur unnið þá bikartitla sem í boði hafa verið á tímabilinu undir hans stjórn auk þess að landa tveimur deildarmeistaratitlum.

Auk þessa að þjálfa mfl karla þá hefur hann látið til sín taka varðandi uppbyggingu yngri flokka , bæði sem þjálfari og ekki síður að vera ungum og efnilegum þjálfurum sem eru að hefja þjálfaraferilinn til halds og trausts. Hann er t.d nýbúinn að landa íslandsmeistaratitli með 8. fl stúlkna og á sinn hlut í því að Stjarnan er í dag með stærsta og öflugasta yngriflokkastarfið á landinu hjá báðum kynjum.
Flestir leikmenn eru áfram á samningi fyrir komandi tímabil, Addú nýbúinn að framlengja, Tommi, Gunni Ólafs, Ægir og Hlynur eru allir áfram á samning og viðræður við okkar ungu og efnilegu leikmenn eru að fara af stað.
Það er mikið ánæguefni að vera búin að tryggja starfskrafta Arnars og tilhlökkun að takast á við komandi verkefni.

SkíniStjarnan