Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar í Leyma Coruna máttu þola tap fyrir TAU Castello í Leb Oror deildinni fyrr í dag, 90-92. Eftir leikinn eru Coruna í 4. sæti deildarinnar með 12 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Á 14 mínútum spiluðum skilaði Arnar 7 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum. Við tekur úrslitakeppni hjá Coruna, en í gegnum hana getur liðið unnið sér sæti í efstu deild Spánar, ACB.

Tölfræði leiks