Lið Tryggva Hlinasonar, Casademont Zaragoza, töpuðu í kvöld síðasta leik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld fyrir ERA Nymburk, 98-78. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tryggt sig áfram í 8 liða úrslitakeppni, en með sigrinum tóku Nymburk efsta sæti riðilsins.

Tölfræði leiks

Tryggvi Snær ferðaðist ekki með liðinu til Tékklands, en samkvæmt honum var það vegna veikinda sem hann var fjarri góðu gamni.

Tilkynnt verður á morgun hvaða lið það verða sem hafa heimavelli í úrslitakeppninni, en hún verður öll leikin dagana 5.-9. maí. Þá verður dregið um hvaða lið mætast eftir helgina.