Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu liða Dominos deildar kvenna eftir fyrstu átján umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) Sérstaklega tók hann í dag fyrir hvernig liðin eru þessar fyrstu hófst umferðir eftir að keppni hófst aftur.

Líkt og sjá má hér fyrir ofan eru það aðeins þrjú lið sem eru að spila betur nú eftir hlé heldur en fyrir það, Snæfell, Skallagrímur og Valur. Ekkert liðanna þó í líkingu við Val, en sé litið til tölfræðinnar eru þær langbestar. Nokkuð langt undan eru Haukar næstabestar, Keflavík þriðja besta liðið og Fjölnir það fjórða besta eftir hlé.

Staðan er nokkuð í takt við það sem er að gerast í töflunni. Þar sem að Skallagrímur virðist vera að loka bilinu sem er á milli þeirra og þeirra liða sem eru næst fyrir ofan þær í töflunni, Fjölnir og Keflavík. Ekki er úr vegi að áætla að hefðu þær verið að spila í allan vetur líkt og þær hafa gert síðan að leikar hófust aftur, ættu þær í hið minnsta allavegana ennþá kost á sæti í úrslitakeppninni.

Yfirburðir Vals í töflunni eru ekki beint merki um að úrslitakeppnin verði neitt sérstaklega sanngjörn. Keppnin um annað sætið ætti þó að verða það. Aðeins fjórar umferðir eftir og eins og staðan er getur ennþá hvaða samsetning af Val, Keflavík, Haukum og Fjölni orðið til í undanúrslitunum.

Langerfiðastur hefur þessi lokakafli deildarkeppninnar verið fyrir KR, þar nokkuð langt á eftir Snæfell og svo Breiðablik.

Hér fyrir gefur svo að líta stöðu liðanna eftir fyrstu 18 umferðirnar:

Bestu sóknarliðin:

 1. Valur – 1,5
 2. Keflavík og Fjölnir – 3,5
 3. Haukar – 4,2
 4. Skallagrímur – 5,0

Verstu sóknarliðin:

 1. KR – 6,9
 2. Breiðablik – 6,0
 3. Snæfell – 5,6
 4. Skallagrímur – 5,0

Bestu varnarliðin:

 1. Haukar – 2,9
 2. Fjölnir – 3,5
 3. Valur – 3,6
 4. Breiðablik – 3,7

Verstu varnarliðin:

 1. KR – 7,4
 2. Snæfell – 6,1
 3. Skallagrímur – 4,8
 4. Keflavík – 4,2

Hraðasti sóknarleikurinn: (sóknir í leik)

 1. Fjölnir – 81,3
 2. Snæfell – 80,5
 3. Breiðablik – 80,3
 4. Haukar – 79,5

Hægasti sóknarleikurinn: (sóknir í leik)

 1. Skallagrímur – 76,9
 2. Keflavík – 77,8
 3. KR – 78,5
 4. Valur – 78,7

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fyrir frekari útskýringar á flokkum fjórþáttagreiningarinnar er hægt að lesa hér