Valur lagði Hött í kvöld á Egilsstöðum í 16. umferð Dominos deildar karla, 91-95. Eftir leikinn er Valur í 5. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Höttur er sem áður í 11. sætinu með 8 stig.

Gangur leiks

Höttu var með forystuna nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir fyrsta leikhluta voru þeir 4 stigum yfir 28-24 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta þeirra komin í 9 stig, 47-38.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimamenn svo áfram vel í að vera skrefinu á undan og verjast áhlaupum gestanna. Munurinn þó aðeins 3 stig fyrir lokaleikhlutann, 64-61. Valsmenn náðu svo að komast yfir þegar að 3 mínútur voru eftir og gerðu vel í að halda út og sigra að lokum með 4 stigum, 91-95.

Atkvæðamestir

Fyrir Hött var Michael Mallory atkvæðamestur með 30 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Val var það Jordan Roland sem dró vagninn með 35 stigum og 7 fráköstum.

Hvað svo?

Valur tekur á móti Þór Akureyri komandi sunnudag 25. apríl á meðan að Höttur heimsækir Njarðvík degi seinna.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson