18. umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld.
Snæfell lagði KR í Stykkishólmi, Breiðablik vann Keflavík í Smáranum, nýliðar Fjölnis lögðu Hauka í Dalhúsum og í Origo Höllinni unnu heimakonur í Val lið Skallagríms.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild kvenna:
Snæfell 77 – 61 KR
Breiðablik 73 – 66 Keflavík
Fjölnir 73 – 65 Haukar
Valur 80 – 63 Skallagrímur